Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Fiskeldi Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Sjá meira
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun