Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun