Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 13:32 Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun