Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 7. nóvember 2024 16:16 Þorgerður Katrín segir að gott gengi Viðreisnar í skoðanakönnunum sé leikgleði flokksins að þakka, meðal annars. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. Ný könnun frá Maskínu leit dagsins ljós í dag en segja má að Viðreisn sé ótvíræður „sigurvegari“ hennar. Flokkurinn bætir við sig 3,2 prósentustigum milli mánaða, og hefur verið á stöðugri uppleið í könnunum Maskínu frá því í júlí á þessu ári, þegar fylgið mældist 10,1 prósent. Á sama tíma dregst fylgi Samfylkingarinnar saman milli mánaða, og fer úr 22,2 prósentum í 20,9 prósent. „Ég held, og tel það vera, að fólk viti að við erum samkvæm sjálfum okkur. Við erum búin að vera með okkar stefnu skýra mjög, mjög lengi, og skynjum náttúrulega þennan meðbyr sem er búinn að vera með okkar frjálslyndu miðjustefnu og erum auðvitað mjög þakklát,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar mælingin var borin undir hana. Hún segir fylgisaukninguna sem könnunin sýni í senn koma á óvart, en samt ekki. „Um leið og maður hefur skynjað mikinn skilning og velvild í garð flokksins þá er þetta ánægjulegt stökk upp á við. Ég held að það séu margir þættir sem spila þarna inn í,“ segir Þorgerður, og nefnir öflugt fólk í framboði og vinnusaman og einbeittan þingflokk. „Það skiptir máli að við erum ein liðsheild þegar við erum inni í kosningabaráttunni.“ Einn dagur í einu Stundum hefur verið talað að um að slæmt geti verið að toppa of snemma í kosningabaráttu. Meðal þeirra sem þekkja það af eigin raun er Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, líkt og hún lýsti í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þegar hún var í framboði til forseta leiddi hún lengi vel í könnunum, en síðan fór fylgið að síga. Eruð þið að toppa of snemma? Hvaða tilfinningu hafið þið sjálf? „Það er allavega ljóst að við höfum átt mikið inni og þessar kannanir sýna það. Auðvitað er það þannig. Ein vika er langur tími í pólitík, hvað þá þrjár. Við tökum bara einn dag í einu og það skiptir máli að við séum áfram samkvæm sjálfum okkur og tölum áfram fyrir frjálslyndri miðjustefnu, ábyrgri hagstjórn, mannréttindum og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Góðu gengi í skoðanakönnunum fylgi gjarnan það hlutverk að vera skotspónn annarra flokka í baráttunni og jafnvel hagsmunaafla í samfélaginu. „Þetta er allt eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir en við ætlum bara að vera við sjálf og hafa gaman. Það er ekki síður það að við höfum haft gaman af þessar kosningabaráttu, það er mikil gleði. Ég held að það skipti líka miklu máli.“ Fylgið komi víða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Oft hefur verið talað um að þegar í kjörklefann sé komið ákveði fólk sem gefi sig ekki endilega upp á Sjálfstæðisflokkinn í könnunum kjósi hann engu að síður þegar á hólminn er komið. Þorgerður segist þó telja að fólk vilji raunverulega sjá breytingar. „Skynsamar breytingar í takt við það sem við í Viðreisn höfum verið að tala fyrir. Ég ætla bara að binda vonir við það að fólk haldi áfram inn í kjörklefann á þessum skynsömu nótum, sama hvaðan það kemur,“ segir Þorgerður. Hún bætir við að henni sýnist fylgið koma alls staðar að, nema frá Miðflokknum og Sósíalistum. „Sem mér finnst auðvitað ágætt,“ segir Þorgerður að lokum. Viðreisn Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ný könnun frá Maskínu leit dagsins ljós í dag en segja má að Viðreisn sé ótvíræður „sigurvegari“ hennar. Flokkurinn bætir við sig 3,2 prósentustigum milli mánaða, og hefur verið á stöðugri uppleið í könnunum Maskínu frá því í júlí á þessu ári, þegar fylgið mældist 10,1 prósent. Á sama tíma dregst fylgi Samfylkingarinnar saman milli mánaða, og fer úr 22,2 prósentum í 20,9 prósent. „Ég held, og tel það vera, að fólk viti að við erum samkvæm sjálfum okkur. Við erum búin að vera með okkar stefnu skýra mjög, mjög lengi, og skynjum náttúrulega þennan meðbyr sem er búinn að vera með okkar frjálslyndu miðjustefnu og erum auðvitað mjög þakklát,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar mælingin var borin undir hana. Hún segir fylgisaukninguna sem könnunin sýni í senn koma á óvart, en samt ekki. „Um leið og maður hefur skynjað mikinn skilning og velvild í garð flokksins þá er þetta ánægjulegt stökk upp á við. Ég held að það séu margir þættir sem spila þarna inn í,“ segir Þorgerður, og nefnir öflugt fólk í framboði og vinnusaman og einbeittan þingflokk. „Það skiptir máli að við erum ein liðsheild þegar við erum inni í kosningabaráttunni.“ Einn dagur í einu Stundum hefur verið talað að um að slæmt geti verið að toppa of snemma í kosningabaráttu. Meðal þeirra sem þekkja það af eigin raun er Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, líkt og hún lýsti í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þegar hún var í framboði til forseta leiddi hún lengi vel í könnunum, en síðan fór fylgið að síga. Eruð þið að toppa of snemma? Hvaða tilfinningu hafið þið sjálf? „Það er allavega ljóst að við höfum átt mikið inni og þessar kannanir sýna það. Auðvitað er það þannig. Ein vika er langur tími í pólitík, hvað þá þrjár. Við tökum bara einn dag í einu og það skiptir máli að við séum áfram samkvæm sjálfum okkur og tölum áfram fyrir frjálslyndri miðjustefnu, ábyrgri hagstjórn, mannréttindum og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Góðu gengi í skoðanakönnunum fylgi gjarnan það hlutverk að vera skotspónn annarra flokka í baráttunni og jafnvel hagsmunaafla í samfélaginu. „Þetta er allt eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir en við ætlum bara að vera við sjálf og hafa gaman. Það er ekki síður það að við höfum haft gaman af þessar kosningabaráttu, það er mikil gleði. Ég held að það skipti líka miklu máli.“ Fylgið komi víða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Oft hefur verið talað um að þegar í kjörklefann sé komið ákveði fólk sem gefi sig ekki endilega upp á Sjálfstæðisflokkinn í könnunum kjósi hann engu að síður þegar á hólminn er komið. Þorgerður segist þó telja að fólk vilji raunverulega sjá breytingar. „Skynsamar breytingar í takt við það sem við í Viðreisn höfum verið að tala fyrir. Ég ætla bara að binda vonir við það að fólk haldi áfram inn í kjörklefann á þessum skynsömu nótum, sama hvaðan það kemur,“ segir Þorgerður. Hún bætir við að henni sýnist fylgið koma alls staðar að, nema frá Miðflokknum og Sósíalistum. „Sem mér finnst auðvitað ágætt,“ segir Þorgerður að lokum.
Viðreisn Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira