Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Rodri fékk Gullhnöttinn að þessu sinni og fulltrúi Íslands í kjörinu var sammála því. Hér mætir Rodri á hófið. Getty/Stephane Cardinale Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira