Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 14:04 Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, sem hélt upp á 25 ára afmælið sitt í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira