Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Þingið er nú haldið í sjöunda sinn. Reykjavik Global Forum Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavik Global Forum, fer fram í Hörpu í dag og á morgun. Þingið er skipulagt í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila, og í ár er sérstök áhersla lögð á að kvenleiðtogar taki höndum saman undir yfirskriftinni „Power Together for Action.” Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira