Þessi fyrrum leikmaður Rauðu djöflanna gekk í raðir þeirra í sumar til að taka við starfi aðstoðarþjálfara. Nistelrooy tók síðan við liðinu er samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn þann 28. október.
Undir hans stjórn spilaði liðið fjóra leiki, vann þrjá og gerði eitt jafntefli. Í leikjunum fjórum skoraði liðið 11 mörk en þar áður hafði liðinu gengið vægast sagt illa fyrir framan mark andstæðinganna.
Þegar tilkynnt var um komu Amorim til Manchester United var ekki vitað hversu mikið af starfsliði kæmi með honum. Nú er ljóst að hann tekur það marga með sér að ekki er pláss fyrir Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy is set to depart Manchester United following Ruben Amorim’s arrival as head coach.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 11, 2024
The former striker returned to Old Trafford in the summer to work under Erik ten Hag and was installed as interim head coach following his compatriot’s sacking on October 28.… pic.twitter.com/yf4ErWCLbe
Markamaskínan fyrrverandi er ekki eini þjálfarinn sem er á förum en sama á við um þá Rene Hake, Jelle ten Rouwelaar og Pieter Morel.
Man United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þó aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.