Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 23:17 Nkunku er falur fyrir rétta upphæð. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira