Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:02 Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun