Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:58 Nadezhda Buyanova segist ekki hafa gagnrýnt herinn og að móðir barns sem hún hlúði að hafi logið að henni. AP/Pavel Bednyakov Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum.
Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira