Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. „Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“ Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“
Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35
Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15