Handbolti

Einar Bragi öflugur í stór­sigri Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Bragi Aðalsteinsson var allt í öllu hjá Kristianstad í flottum útisigri í kvöld.
Einar Bragi Aðalsteinsson var allt í öllu hjá Kristianstad í flottum útisigri í kvöld. Vísir/Anton Brink

Einar Bragi Aðalsteinsson var í stuði í kvöld þegar Kristianstad vann flottan tíu marka útisigur í sænsku deildinni.

Einar Bragi var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar en hann ýtti öll skot sín nema eitt. Einar var næstmarkahæstur í sínu liði á eftir Andreas Cederholm sem skoraði níu mörk.

Ólafur Guðmundsson og félagar í Karlskrona unnu á sama tíma þriggja marka heimasigur í Íslendingaslag á móti Sävehof, 34-31. Ólafur hjá Karlskrona og Tryggvi Þórisson hjá Sävehof spiluðu báðir í vörninni og komust ekki á blað.

Dagur Sverrir Kristjánsson, sem spilar með Karlskrona, nýtti öll þrjú vítin sín í leiknum.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk fyrir Amo en það dugði ekki til í eins marks heimatapi á móti Helsingborg, 29-30.

Arnar Birkir átti einnig fimm stoðsendingar en hann klikkaði á lokaskoti Amo sem gaf gestunum tækifæri til að tryggja sér sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×