Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 07:17 Gera má ráð fyrir hita á bilinu átta til sautján stig, hlýjast austast. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag og hlýtt í veðri. Súld eða rigning, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Á vef Veðurstofunnar segir að á Norðurlandi séu snarpir vindstrengir og því gul viðvörun í gildi. Í kvöld og nótt gangi svo kuldaskil austur yfir landið og það snöggkólnar. Gera má ráð fyrir hita á bilinu átta til sautján stig, hlýjast austast. „Á morgun er spáð norðvestan illviðri. Fyrri part dags má búast við hvössum éljagangi á vesturhluta landsins, en uppúr hádegi gengur í hvassviðri eða storm norðan- og austanlands með hríðarveðri. Seint um kvöldið bætir svo enn frekar í vind á Suðausturlandi og Austfjörðum. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þessa veðurs og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám. Á laugardag er svo útlit fyrir minnkandi norðanátt með éljagangi norðan- og austanlands. Frost um mest allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 á Suðausturlandi og Austfjörðum seint um kvöldið. Á laugardag: Norðan 13-23 um morguninn og snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Dregur úr vindi og ofankomu eftir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á miðvikudag: Norðlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil él norðaustantil. Áfram kalt í veðri. Veður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að á Norðurlandi séu snarpir vindstrengir og því gul viðvörun í gildi. Í kvöld og nótt gangi svo kuldaskil austur yfir landið og það snöggkólnar. Gera má ráð fyrir hita á bilinu átta til sautján stig, hlýjast austast. „Á morgun er spáð norðvestan illviðri. Fyrri part dags má búast við hvössum éljagangi á vesturhluta landsins, en uppúr hádegi gengur í hvassviðri eða storm norðan- og austanlands með hríðarveðri. Seint um kvöldið bætir svo enn frekar í vind á Suðausturlandi og Austfjörðum. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þessa veðurs og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám. Á laugardag er svo útlit fyrir minnkandi norðanátt með éljagangi norðan- og austanlands. Frost um mest allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 á Suðausturlandi og Austfjörðum seint um kvöldið. Á laugardag: Norðan 13-23 um morguninn og snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Dregur úr vindi og ofankomu eftir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á miðvikudag: Norðlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil él norðaustantil. Áfram kalt í veðri.
Veður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira