Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2024 10:31 Sigrún Ósk var fluga á vegg hjá Rauða krossinum. Í Skútuvogi í Reykjavík fer fram flokkun á því sem Fatasöfnun Rauða krossins berst, en að meðaltali rúlla tíu þúsund kíló af fatnaði og textíl þar í gegn á hverjum einasta degi. „Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
„Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira