Þinglok strax eftir helgina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:49 Forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira