Viðskipti innlent

KS við það að kaupa B. Jen­sen.

Jón Þór Stefánsson skrifar
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm

Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Akureyri.net greinir frá þessum fyrirhuguðu viðskiptum.

Starfsemi B. Jensen s er staðsett við landamæri Hörgársveitar og Akureyrar, en fyrirtækið rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun við Lónsbakka.

„Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi milli KS og eigenda B. Jensen um kaup hins fyrrnefnda á hinu síðarnefnda. Samningar liggja í raun fyrir en það er verið að hnýta lausa enda og gert er ráð fyrir að viðskiptin klárist á næstu tveimur til þremur vikum,“ hefur miðillinn eftir Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis-Norðlenska.

Kaupfélag Skagfirðinga eignaðist allt hlutafé í Kjarnafæði-Norðlenska fyrr á þessu ári.

Akureyri.net fer yfir sögu B. Jensen. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1968 af hjónunum Benny Albert Jensen og Jónínu Sigurbjörgu Guðjónsdóttir. Núverandi eigendur fyrirtækisins eru Erik, sonur þeirra hjóna, og eiginkona hans, Ingibjörg Stella Bjarndóttir. Þau eru sögð reka fyrirtækið ásamt börnunum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×