Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:38 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13 prósent á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1 prósentum í 4,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar. Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar.
Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29