Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 09:15 Vilhjálmur Birgisson segir um tvö hundruð fjölskyldur byggja lífsviðurværi sitt á hvalveiðum allt að fjóra mánuði ársins. Um tuttugu manns vinni við hvalveiðar allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira