Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar 15. nóvember 2024 20:31 Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Ekki er vanþörf á því undanfarin ár hefur staða bænda versnað jafnt og stöðugt og virðist seta Framsóknarmanna í ríkisstjórn hafa skipt litlu máli, en það kemur ekki á óvart því þeir hafa ekki haft áhuga á að stýra ráðuneyti landbúnaðarmála árum saman. Það er því undarlegt að þeir vakni upp rétt fyrir kosningar og skammi þá sem ekki hafa verið við völd fyrir ástandið. Því miður er það svo að sótt er að íslenskri framleiðslu og kjör bænda hafa stöðugt verið að versna. Svo mjög að bændur sáu sér ekki annað fært en að kalla saman aukabúnaðarþing fyrir ári síðan þar sem samþykkt var sérstök ályktun um afkomuvanda bænda. Um leið lýsti þetta aukabúnaðarþing yfir áhyggjum sínum af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar. Hvar voru Framsóknarmenn þá? Enginn getur efast um að þessar ályktanir voru áfellisdómur yfir stjórnarstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem Framsóknarflokkurinn hefur setið í. Í ályktun aukabúnaðarþingsins um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“ Komi tafarlaust til móts við bráðavanda Þarna birtist ákall um viðbrögð við bráðavanda, já bráðavanda. Þingið sá sér ekki annað fært en að kalla eftir því að stjórnvöld kæmu tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá var lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld settust að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga yrði metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Niðurstaða aukabúnaðarþingsins var: Hvorugt er uppfyllt í dag. Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið En það sem er að trufla bændur hvað mest undir stjórn Framsóknarflokksins er verklag og regluverk tolla. Aukabúnaðarþingið áréttaði sérstaklega mikilvægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Allir bændur vita að eftirliti með innfluttum landbúnaðarvörum hefur verið verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magntolla samkvæmt tollskrá. Hvar var vakt Framsóknarflokksins þá? Verkin sýna merkin Í niðurstöðu sérstaks ráðuneytisstjórahóps sem matvælaráðuneytið stóð að fyrir ári síðan kom fram að laun í kúabúskap og sauðfjárrækt hafa staðið í stað eða lækkað frá árinu 2016. Um leið jukust langtímaskuldir bænda á árunum 2016-2022. Í skýrslunni var bent á að bændur í mjólkurframleiðslu væru almennt skuldsettari en í öðrum búgreinum vegna samþjöppunar og fjárfestinga. Einnig benti skýrslan á að fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið frá árinu 2021. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur haft slæmar afleiðingar fyrir bændur sem þurfa að þola háan fjármagskostnað án þess að geta velt kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Fyrir ári síðan skrifaði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson, þetta: „Við lestur fjárlagafrumvarpsins er engin vísbending um aukin framlög til landbúnaðar, að undanskildu auknu fjármagni til eflingar kornræktar en engin teikn á lofti um hvernig stjórnvöld hafa í hyggju að koma til móts við afkomuvanda í greininni.“ Þá sem nú, eru bændur skildir eftir einir á vakt Framsóknarflokksins. Það hefur engin stefnubreyting orðið á áhugaleysi Framsóknarflokksins á málefnum landbúnaðarins síðustu árin. Nýfengið hugrekki fólks á lista þessa fyrrverandi flokks bænda til þess að ráðast til atlögu við Miðflokkinn með útúrsnúningi, hálfsannleik og hreinum og klárum ósannindum er tilkomið vegna hræðslu við að missa þingsæti og völd í komandi alþingiskosningum. Bændur fylgjast alltaf með hagsmunamálum stéttarinnar en ekki aðeins rétt fyrir kosningar. Því sjá þeir í gegnum hjákátlega kosningabrellu Framsóknarflokksins sem birtist í skoðanagrein á visir.is. Áfram Ísland. Höfundur er sauðfjárbóndi, varaþingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Ekki er vanþörf á því undanfarin ár hefur staða bænda versnað jafnt og stöðugt og virðist seta Framsóknarmanna í ríkisstjórn hafa skipt litlu máli, en það kemur ekki á óvart því þeir hafa ekki haft áhuga á að stýra ráðuneyti landbúnaðarmála árum saman. Það er því undarlegt að þeir vakni upp rétt fyrir kosningar og skammi þá sem ekki hafa verið við völd fyrir ástandið. Því miður er það svo að sótt er að íslenskri framleiðslu og kjör bænda hafa stöðugt verið að versna. Svo mjög að bændur sáu sér ekki annað fært en að kalla saman aukabúnaðarþing fyrir ári síðan þar sem samþykkt var sérstök ályktun um afkomuvanda bænda. Um leið lýsti þetta aukabúnaðarþing yfir áhyggjum sínum af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar. Hvar voru Framsóknarmenn þá? Enginn getur efast um að þessar ályktanir voru áfellisdómur yfir stjórnarstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem Framsóknarflokkurinn hefur setið í. Í ályktun aukabúnaðarþingsins um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“ Komi tafarlaust til móts við bráðavanda Þarna birtist ákall um viðbrögð við bráðavanda, já bráðavanda. Þingið sá sér ekki annað fært en að kalla eftir því að stjórnvöld kæmu tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá var lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld settust að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga yrði metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Niðurstaða aukabúnaðarþingsins var: Hvorugt er uppfyllt í dag. Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið En það sem er að trufla bændur hvað mest undir stjórn Framsóknarflokksins er verklag og regluverk tolla. Aukabúnaðarþingið áréttaði sérstaklega mikilvægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Allir bændur vita að eftirliti með innfluttum landbúnaðarvörum hefur verið verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magntolla samkvæmt tollskrá. Hvar var vakt Framsóknarflokksins þá? Verkin sýna merkin Í niðurstöðu sérstaks ráðuneytisstjórahóps sem matvælaráðuneytið stóð að fyrir ári síðan kom fram að laun í kúabúskap og sauðfjárrækt hafa staðið í stað eða lækkað frá árinu 2016. Um leið jukust langtímaskuldir bænda á árunum 2016-2022. Í skýrslunni var bent á að bændur í mjólkurframleiðslu væru almennt skuldsettari en í öðrum búgreinum vegna samþjöppunar og fjárfestinga. Einnig benti skýrslan á að fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið frá árinu 2021. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur haft slæmar afleiðingar fyrir bændur sem þurfa að þola háan fjármagskostnað án þess að geta velt kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Fyrir ári síðan skrifaði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson, þetta: „Við lestur fjárlagafrumvarpsins er engin vísbending um aukin framlög til landbúnaðar, að undanskildu auknu fjármagni til eflingar kornræktar en engin teikn á lofti um hvernig stjórnvöld hafa í hyggju að koma til móts við afkomuvanda í greininni.“ Þá sem nú, eru bændur skildir eftir einir á vakt Framsóknarflokksins. Það hefur engin stefnubreyting orðið á áhugaleysi Framsóknarflokksins á málefnum landbúnaðarins síðustu árin. Nýfengið hugrekki fólks á lista þessa fyrrverandi flokks bænda til þess að ráðast til atlögu við Miðflokkinn með útúrsnúningi, hálfsannleik og hreinum og klárum ósannindum er tilkomið vegna hræðslu við að missa þingsæti og völd í komandi alþingiskosningum. Bændur fylgjast alltaf með hagsmunamálum stéttarinnar en ekki aðeins rétt fyrir kosningar. Því sjá þeir í gegnum hjákátlega kosningabrellu Framsóknarflokksins sem birtist í skoðanagrein á visir.is. Áfram Ísland. Höfundur er sauðfjárbóndi, varaþingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun