Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 22:33 Skipuleggjendur kenna kerfisbilun lögvalds um aflýsinguna. Vísir/Samsett Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna. Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira