Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:01 Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. vísir Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira