Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2024 21:34 Jón Guðmundsson var goðsögn í fasteignabransanum á Íslandi. Vignir Már Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur. Andlát Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur.
Andlát Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent