Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 15:25 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. Í ákvörðun Hæstaréttar um kæruleyfisveitinguna, sem birt hefur verið á vef Hæstaréttar, hafa nöfn aðila málsins verið afmáð. Vísir hefur ónafnhreinsaða ákvörðunina undir höndum þar sem segir að leyfisbeiðandi sé dánarbú Írisar Drafnar Kristjánsdóttur. Hún sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn Þorstein Sigurðsson, sem stofnaði útgerð með bróður sínum Ágústi sem síðar varð að Stálskipum. Þorsteinn átti lengi vel fimmtán prósenta hlut í Stálskipum en hafði selt hann þegar hann lést árið 2017. Þá hafði félagið lagt af útgerð og var orðið að stöndugu fjárfestingafélagi. Fengu 250 milljónum meira en bróðirinn Ítarlega var fjallað um úrskurð Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp þann 4. september síðastliðinn. Í honum kom meðal annars fram að fjögur systkini, Dagbjört Lína, Jenný, Vera Lind og Andri Þorsteinsbörn, hafi fengi um 250 milljónum króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðir þeirra. Frá árinu 2010 hefðu systkinin öll fengið rúmar hundrað milljónir á mann í arf en frá árinu 2016 hafi aðeins fjögur þeirra fengið hann. Að lokinni síðustu færslunni árið 2019 hafi búið verið orðið svo gott sem eignalaust. Engin skylda til að endurgreiða Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig. Að óbreyttu væri hægt að líta fram hjá reglum um skylduarf Í ákvörðun Hæstaréttar segir að dánarbúið hafi byggt á því að ágreiningsefni málsins hafi ríkt fordæmisgildi enda leiði af óbreyttri niðurstöðu að arfleifendur geti litið framhjá fyrsta kafla erfðalaga, reglum um skylduarf og takmarkaða arfleiðsluheimild með því einu að ráðstafa öllum eigum sínum með fyrirframgreiðslu arfs. Túlka beri 32. grein erfðalaga í samræmi við grundvallarreglur íslensks erfðaréttar og Hæstiréttur þurfi nauðsynlega að skýra frekar meðal annars hvaða „aðrar ástæður“ geti leitt til þess að endurgreiðsluskylda samkvæmt ákvæðinu virkist. Dánarbúið hafi jafnframt byggt á því að málið varði mikilsverða almannahagsmuni enda um að ræða grundvallarreglur erfðaréttar sem komi til skoðunar í skiptum flestra dánarbúa. Loks varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni dánarbúsins. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrlausn um kæruefnið kunni að hafa fordæmisgildi um atriði sem dánarbúið vísaði til. Beiðni um kæruleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um kæruleyfisveitinguna, sem birt hefur verið á vef Hæstaréttar, hafa nöfn aðila málsins verið afmáð. Vísir hefur ónafnhreinsaða ákvörðunina undir höndum þar sem segir að leyfisbeiðandi sé dánarbú Írisar Drafnar Kristjánsdóttur. Hún sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn Þorstein Sigurðsson, sem stofnaði útgerð með bróður sínum Ágústi sem síðar varð að Stálskipum. Þorsteinn átti lengi vel fimmtán prósenta hlut í Stálskipum en hafði selt hann þegar hann lést árið 2017. Þá hafði félagið lagt af útgerð og var orðið að stöndugu fjárfestingafélagi. Fengu 250 milljónum meira en bróðirinn Ítarlega var fjallað um úrskurð Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp þann 4. september síðastliðinn. Í honum kom meðal annars fram að fjögur systkini, Dagbjört Lína, Jenný, Vera Lind og Andri Þorsteinsbörn, hafi fengi um 250 milljónum króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðir þeirra. Frá árinu 2010 hefðu systkinin öll fengið rúmar hundrað milljónir á mann í arf en frá árinu 2016 hafi aðeins fjögur þeirra fengið hann. Að lokinni síðustu færslunni árið 2019 hafi búið verið orðið svo gott sem eignalaust. Engin skylda til að endurgreiða Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig. Að óbreyttu væri hægt að líta fram hjá reglum um skylduarf Í ákvörðun Hæstaréttar segir að dánarbúið hafi byggt á því að ágreiningsefni málsins hafi ríkt fordæmisgildi enda leiði af óbreyttri niðurstöðu að arfleifendur geti litið framhjá fyrsta kafla erfðalaga, reglum um skylduarf og takmarkaða arfleiðsluheimild með því einu að ráðstafa öllum eigum sínum með fyrirframgreiðslu arfs. Túlka beri 32. grein erfðalaga í samræmi við grundvallarreglur íslensks erfðaréttar og Hæstiréttur þurfi nauðsynlega að skýra frekar meðal annars hvaða „aðrar ástæður“ geti leitt til þess að endurgreiðsluskylda samkvæmt ákvæðinu virkist. Dánarbúið hafi jafnframt byggt á því að málið varði mikilsverða almannahagsmuni enda um að ræða grundvallarreglur erfðaréttar sem komi til skoðunar í skiptum flestra dánarbúa. Loks varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni dánarbúsins. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrlausn um kæruefnið kunni að hafa fordæmisgildi um atriði sem dánarbúið vísaði til. Beiðni um kæruleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira