Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 12:19 Fjárlaganefnd samþykkti auka fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs. vísir/vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn. Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira