Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 21:02 Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að huga þurfi vel að félagslegum áhrifum verkfallsaðgerða kennara. Vísir/Anton Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13