Fótbolti

Hringir og hringir en fær alltaf nei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos vann margra á titla á sextán árum sínum hjá Real Madrid en þeir verða ekki fleiri þrátt fyrir að hann vilji ólmur koma til baka.
Sergio Ramos vann margra á titla á sextán árum sínum hjá Real Madrid en þeir verða ekki fleiri þrátt fyrir að hann vilji ólmur koma til baka. Getty/Denis Doyle

Evrópumeistarar Real Madrid glíma við mikil meiðsli þessa dagana og þá sérstaklega meðal varnarmanna liðsins.

Miðvörðurinn David Alaba hefur verið lengi frá eða síðan í desember í fyrra, Daniel Carvajal sleit krossband í október og Éder Militão sleit nú síðast krossband 9. nóvember.

Spænska stórblaðið Marca fjallar um málið og þá staðreynd að Real Madrid hafi fengið hundrað símtöl frá umboðsmönnum sem eru að bjóða leikmenn sína. Það dreymir marga knattspyrnumenn að spila með einu stærsta félagi heims.

Það er líka ljóst að spænska stórliðinu vantar miðvörð og einn af þeim sem vildi endilega komast til Real Madrid var hinn 38 ára gamli Sergio Ramos.

Samkvæmt frétt Marca þá hefur Ramos hringt mörgum sinnum í Real Madrid en alltaf fengið neitun.

Ramos átti frábær ár með Real en hann spilaði með liðinu frá 2005 til 2021 og var á þeim tíma í hópi allra bestu miðvarða heims.

Hann yfirgaf félagið eftir sextán ára í júní 2021 og samdi við þá við franska félagið Paris Saint-Germain.

Á síðasta ári fór Ramos fór heim til Sevilla, uppeldisfélags síns, en eftir tímabilið var ljóst að hann yrði ekki áfram þar.

Hann hefur verið án liðs síðan. Það væri falleg saga að sjá hann bjarga sínu gamla félagi í vandræðum sínum en það kemur ekki til greina hjá Real Madrid samkvæmt frétt Marca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×