Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:03 „Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Sæunn Gísladóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar