Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:07 Þingmenn Pírata vörðu mestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu, en þingmenn stjórnarflokkanna vörðu að jafnaði minni tíma í pontu en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst. Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst.
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira