Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 08:02 Þórey Anna Ásgeirsdóttir í viðtali á HM fyrir ári síðan. Hlutverk hennar þar reyndist minna en hún vonaðist til og fannst hún verðskulda. VÍSIR Á meðan að liðsfélagar hennar til margra ára undirbúa sig núna fyrir fyrsta leik á EM, gegn Hollandi eftir níu daga, er Þórey Anna Ásgeirsdóttir ekki þar á meðal. Þessi frábæra handboltakona hefur verið ósátt við sitt hlutverk í landsliðinu og gefur ekki kost á sér. „Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða