Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 13:41 Deilt er um ágæti rannsókn á borð við blóðrannsóknir og segulómrannsóknir án tilvísana frá læknum. Heilbrigðisfyrirtækið Intuens er farið að bjóða aftur upp á heilskimanir, sem nú eru kallaðar „heilskoðanir“. Heilbrigðisráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun landlæknisembættisins um að banna starfsemina. Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“ Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48
Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent