Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2024 09:30 Elmar Gauti Halldórsson mætir Gabríel M. Róbertssyni á Icebox í kvöld. vísir/stöð 2 sport Hnefaleikaviðburðurinn Icebox verður haldinn í sjöunda sinn í kvöld. Herlegheitin fara fram í Kaplakrika og verða sýnd beint á Stöð 2 Sport. Skipuleggjandi Icebox lofar góðri skemmtun og mikilli sýningu. Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr)
Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira