Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. „Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09