„Fólki er frekar misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 19:33 Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri segir framgöngu frambjóðenda Miðflokksins í skólanum í gær ósæmilega. Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknaflokksins í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á framboðsgögnum flokksins í VMA í gær. Vísir Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira