Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 09:45 Leikskólinn Drafnarsteinn er sá eini í Reykjavík sem er lokaður vegna verkfalls Kennarasambands Íslands. Auk hans eru þrír leikskólar á landinu í ótímabundnu verkfalli. Alls eru um þrjú prósent leikskólabarna á landinu á leikskólunum fjórum. Reykjavíkurborg Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn. Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira