Njarðvíkuræðin, sem sér Reykjanesbæ fyrir heitu vatni heldur, enn sem komið er, að sögn Almannavarna.
Þá heyrum við í bankastjóra Íslandsabanka en fyrirhugaðar hækkanir á vöxtum verðtryggðra lána, í miðju vaxtalækkunarferli, hafa vakið afar hörð viðbrögð.
Að auki fjöllum við um íbúafund sem fram fór í Ölfusi í gær, en þar styttist í íbúakosningu um hvort umdeild verksmiðja fái að rísa í bænum eður ei.
Í íþróttapakkanum er fjallað um komandi leik við Kósóvó í fótboltanum og kföruboltalandsleik gegn Ítalíu sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld.