Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 13:29 Byggingarframkvæmdir eru teknar við af úrgangi sem næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundalosunar í Reykjavík á eftir samgöngum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030.
Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira