Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:59 Stöðug virkni er í gosinu og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu en angar úr því stefna til norðurs. vísir/Vilhelm Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. „Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira