Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 17:45 Spilar ekki næsta mánuðinn. Jose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City verða án lykilsmanns í hinni mikilvægu jólatörn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sömu sögu er að segja af Arsenal sem verður einnig án eins síns besta varnarmanns næstu mánuðina. Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira