Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 12:31 Eins og sjá má var boltinn kominn í netið á marki Sviss áður en tíminn í útsendingunni var runninn út. Klukkan þar virðist hafa verið sekúndubrotum á undan klukkunni í höllinni í Möhlin. Skjáskot/Youtube Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira