Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 19:52 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Rúnar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira