Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 19:52 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Rúnar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira