Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 22:02 Afar mjótt er á munum milli stærstu flokkanna þriggja samkvæmt nýrri kosningaspá Metils. Vísir Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. Kosningalíkan Metils spáir fyrir um úrslit komandi alþingiskosninga á grundvelli tölfræðilegra aðferða og rannsókna í stjórnmálafræði. Líkanið byggir á gögnum úr fylgiskönnunum, en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum, auk fleiri þátta. Líkanið spáir bæði fyrir um fylgi flokkanna á landsvísu og fjölda þingsæta sem hver flokkur fær. Líkanið gefur ekki aðeins eina tölu heldur líkindadreifingu yfir mögulegar útkomur kosninganna.Metill Miðflokkur dalar og Flokkur fólksins bætir við sig Flokkur fólksins hefur bætt rúmu prósentustigi við sig frá síðasta líkani og yrði samkvæmt spánni fjórði stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkur dalar örlítið og fer miðgildi hans niður í 12 prósentum úr 14 vikuna áður. Samkvæmt spánni er ólíklegt að Lýðræðisflokkur og Vinstri græn nái manni inn. Píratar og Sósíalistaflokkur eiga aðeins meiri séns, og eru taldar „nokkrar líkur“ á að þau nái manni inn. Líklegt er að flokkarnir verði að minnsta kosti sex á næsta kjörtímabili.Metill Gangi spáin eftir væri engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Samfylking og Viðreisn fengju þrjátíu þingmenn samanlagt, og þyrftu tvo í viðbót til að geta myndað ríkisstjórn. Lesa má meira um málið á vefsíðu Metils. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kosningalíkan Metils spáir fyrir um úrslit komandi alþingiskosninga á grundvelli tölfræðilegra aðferða og rannsókna í stjórnmálafræði. Líkanið byggir á gögnum úr fylgiskönnunum, en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum, auk fleiri þátta. Líkanið spáir bæði fyrir um fylgi flokkanna á landsvísu og fjölda þingsæta sem hver flokkur fær. Líkanið gefur ekki aðeins eina tölu heldur líkindadreifingu yfir mögulegar útkomur kosninganna.Metill Miðflokkur dalar og Flokkur fólksins bætir við sig Flokkur fólksins hefur bætt rúmu prósentustigi við sig frá síðasta líkani og yrði samkvæmt spánni fjórði stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkur dalar örlítið og fer miðgildi hans niður í 12 prósentum úr 14 vikuna áður. Samkvæmt spánni er ólíklegt að Lýðræðisflokkur og Vinstri græn nái manni inn. Píratar og Sósíalistaflokkur eiga aðeins meiri séns, og eru taldar „nokkrar líkur“ á að þau nái manni inn. Líklegt er að flokkarnir verði að minnsta kosti sex á næsta kjörtímabili.Metill Gangi spáin eftir væri engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Samfylking og Viðreisn fengju þrjátíu þingmenn samanlagt, og þyrftu tvo í viðbót til að geta myndað ríkisstjórn. Lesa má meira um málið á vefsíðu Metils.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33