Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:19 Max Verstappen í Las Vegas í gær, að ítreka hve oft hann hefur orðið heimsmeistari. Getty/Mark Thompson Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram. Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“ Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“
Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira