Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:19 Max Verstappen í Las Vegas í gær, að ítreka hve oft hann hefur orðið heimsmeistari. Getty/Mark Thompson Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram. Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“ Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“
Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira