Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:07 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari kom á fjölmiðlabanni í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í gær. Vísir/Vilhelm Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við fréttastofu nú í morgun að á kennarafundinum í dag verði byggt á þeim grundvelli sem sæst var á í gær, þegar nokkur framgangur hafi loks orðið í viðræðum. Þá eru samninganefndir lækna og ríkis einnig byrjaðar að funda í húsinu. Þar er unnið í kapphlaupi við tímann, boðað verkfall lækna hefst á miðnætti. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands í morgun en hún sagði við Vísi í gær að ekki væri útilokað að samningar næðust í dag, og þar með yrði verkfalli aflýst. Inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á gott gengi í dag svarar ríkissáttasemjari á almennum nótum; hann sé bjartsýnn að eðlisfari - fallegt veður sé úti og allt í góðu standi. Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36 Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við fréttastofu nú í morgun að á kennarafundinum í dag verði byggt á þeim grundvelli sem sæst var á í gær, þegar nokkur framgangur hafi loks orðið í viðræðum. Þá eru samninganefndir lækna og ríkis einnig byrjaðar að funda í húsinu. Þar er unnið í kapphlaupi við tímann, boðað verkfall lækna hefst á miðnætti. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands í morgun en hún sagði við Vísi í gær að ekki væri útilokað að samningar næðust í dag, og þar með yrði verkfalli aflýst. Inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á gott gengi í dag svarar ríkissáttasemjari á almennum nótum; hann sé bjartsýnn að eðlisfari - fallegt veður sé úti og allt í góðu standi.
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36 Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03