ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 11:44 Eyjamenn hafa oft náð langt í bikarkeppninni og ekki er útilokað að þeir komist í 8-liða úrslitin þrátt fyrir tapið gegn Haukum. vísir/Anton Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann. Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann.
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn