Sundhnúksgígaröðin að verða búin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 12:58 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni sem nú stendur yfir vera með þeim síðustu þar. Vísir/Einar Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira