Engar ruslatunnur í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 19:33 Ruslatunnurnar verða fluttar í Reykjanesbæ yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki út á haf. Vísir Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira