Engar ruslatunnur í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 19:33 Ruslatunnurnar verða fluttar í Reykjanesbæ yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki út á haf. Vísir Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira