Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:18 Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar barna segir að komi ekki til aukafjárveitinga til stofnunarinnar þurfi að skera niður þjónustu. Tveggja ára biðlisti er eftir þjónustu stofnunarinnar. vísir Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent