Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Virpi mælir með að fólk hugsi sig um áður en það kaupir nýja hluti í vikunni. Vísir Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. „Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“ Hús og heimili Bítið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“
Hús og heimili Bítið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“