Steve Cooper, sem endaði á að taka við nýliðum Leicester í sumar, var látinn fara á sunnudag eftir tap gegn Chelsea deginum áður. Hann var aðeins í starfi í rétt rúmlega 150 daga.
Steve Cooper has only won at FOUR different grounds in the Premier League 🤯 pic.twitter.com/7ogtcJdu4B
— Match of the Day (@BBCMOTD) November 25, 2024
Potter, sem gerði garðinn frægan hjá Brighton & Hove Albion áður en hann tók við Chelsea, er nú orðaður við Refina eftir að hafa neitað þeim síðasta sumar. Það mætti ætla að Potter sé tilbúinn að snúa aftur í þjálfun og því séu veðbankarnir með hann efstan.
Í öðru sætinu er David Moyes, sá hefur verið án starfs síðan West Ham United framlengdi ekki samning hans síðasta sumar. Þar áður hefur hann þjálfað lið á borð við Manchester United, Real Sociedad, Everton og Sunderland.
Leicester City er í 16. sæti ensku deildarinnar með 10 stig að loknum 12 leikjum.